1445. Siggi Þórðar GK 197, í Grindavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Hér er á ferðinni bátur með smíðanr. 48 hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri frá árinu 1975. Í fyrstu var hann fiskiskip, en 2003 var hann skráður sem farþegaskip, en er nú aftur orðin fiskiskip og einn af svonefndum Strandveiðibátum.
Báturinn hét fyrst Fanney ÞH 130, síðan Pétur Jakob SH 37, þá Skrúður og Skrúður RE 445, en nú er það Siggi Þórðar GK 197.