27.08.2009 13:41

Minnismerki um Jón Forseta afhjúpað í dag


Frímerki með mynd af togaranum Jóni Forseta, en í dag 27. ágúst kl. 18 verður afhjúpað minnismerki um togarann á Stafnesi.
 
Undirbúningur hefur staðið fyrir vigslu minnismerkis um Togarann Jón Forseta. Jón forseti var fyrsti togari, sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga. Togarinn strandaði um 1 leytið að nóttu til á rifi við Stafnes í illviðri þann 27. febrúar 1928. Fyrstu skip komu togaranum til aðstoðar um fimm klukkustundum seinna en gátu lítið aðhafst vegna veðurs. Á togaranum var 25 manna áhöfn og tókst með harðfylgi manna úr landi að bjarga 10 þeirra, en 15 fórust með skipinu. Þetta slys varð mjög til að ýta á eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands, sem var stofnað skömmu síðar og svo fyrstu björgunarsveitir á vegum þess, Sigurvon í Sandgerði var fyrsta björgunarsveitin.


              Minnisvarðinn um Jón Forseta RE 108 á Stafnesi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is