288. Arnar í Hákoti SH 37 í Grundarfjarðarhöfn sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Bátur þessi er smíðaður hjá Avera-Verft við Lubeck í Niendorf, Vestur-Þýskalandi 1959. Báturinn átti upphaflega að heita Guðbjörg ÍS 14 og vera í eigu Hrannar hf. á Ísafirði, en vegna einhverja vandamála varðandi samninginn við Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. í Keflavík þennan bát og gaf honum nafnið Árni Geir KE 31, eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.
Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31 , Þorsteinn Gíslason GK 2 og núverandi nafn Arnar í Hákoti SH 37.