Hér sjáum við tvo alnafna sem báru nafnið Farsæll GK 162, þegar viðkomandi myndir voru teknar, en þó nokkur ár eru á milli þeirra eða tæplega 30 og eins er mikill stærðarmundur á bátunum, en báðar myndirnar eru tekar er þeir voru að koma til hafnar í Keflavík.
402. Farsæll GK 162 © mynd Emil Páll trúlega nálægt 1980
Smíðaður hjá Jóhanni Gislasyni í Hafnarfirði 1961 og bar nöfnin Farsæll GK 162, Fengsæll GK 262, Ingólfur GK 125 og Ingólfur HU 125. Úreltur 14. maí 1991.
1636. Farsæll GK 162 kemur í kvöld að landi, en hann er á dragnót í Buktinni © mynd Emil Páll í sept. 2009
Smíðaður í Grönhögena Sevents A/B í Degerhamn í Svíþjóð 1977. Er Grindvíkingar keyptu hann var hann með nafnið Lovísa, en óinnréttaður og sá Anotn Narváez um hönnun innréttingar og að innrétta bátinn. Þá var hann lengdur um 3 metra áður en hann kom hingað til lands í fyrsta sinn. En veiðar hóf hann frá Grindavík í febrúar 1983 og má því segja að Grindvíkingar hafi í raun verið fyrstu útgerðaraðilar bátsins. Báturinn strandaði á Hópsnesi við Grindavík 6. mars 1993 og náði Goðinn honum af strandstað nokkrum dögum síðar, ekki alvarlega skemmdum. Síðan var báturinn lengdur. hækkaður og nýr hvalbakur og ný brú sett á hann hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1996. Hér á landi fékk báturinn strax nafnið Farsæll GK 162 og hefur því borið það nafn í 26 ár.