Þeir eru ekki margir bátarnir sem enn eru í gangi þrátt fyrir að vera orðnir hálfrar aldar gamlir, hér birtum við þó myndir af einum slíkum og um annan og systurskip hans mundum við segja frá á næstunni. Sá sem við segjum frá núna hefur borið á þessum 54 árum þrjár skráningar og birtum við myndir af honum með þrjár þeirra og á einni myndinni sést hvernig hann lítur út í dag, en myndin var einmitt tekin í kvöld.
363. Þröstur ÍS 222 © mynd Emil Páll 1982-83
363. Þröstur KE 51 © mynd Emil Páll trúlega um 1988
363. Maron GK 522 í kvöld © mynd Emil Páll í september 2009
Smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Holland Launch N.V. í Amsterdam í Hollandi 1955. Stórviðgerð í Dráttarbraut Keflavíkur 1972, lengdur 1988 og nýtt þilfarshús sett á bátinn í Hafnarfirði 2002.
Nöfn: Búðafell SU 90, Hópsnes GK 77, Hafberg GK 377, Torfhildur KE 32, Bjargey SH 230, Þröstur HU 131, Þröstur ÍS 222, Þröstur HF 51, Þröstur KE 51, Ósk KE 5, Þórunn GK 97 og Maron GK 522.