2102. Bára SH 27 á Rifi sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Smíði þessa stálbáts hófst í Skipabrautinni hf í Njarðvík sem smíðaverkefni nr. 3 á árinu 1994, en sú smiðja varð gjaldþrota og því var smíðinni lokið hjá Ósey hf. í Hafnarfiðri í feb. 1996. Báturinn var síðan lengdur, breikkaður, þilfarið hækkað o.fl. hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi haustið 1996.
Nöfn: Þórir SK 16, Þórir II ÁR 77, Arney HU 36, Arney HU 136 og Bára SH 27.