Svo þeir sem þekkja ekki til, haldi ekki að ég sé að valta yfir vin minn og þekktan skipaljósmyndara Tryggva Sigurðsson, þá er hann í mótorhjólaklúbb sem heitir Drullusokkar og heiti hans þar er Drullusokkur nr. 1. Í dag tók ég skemmtilega myndasyrpu í Njarðvíkurhöfn, er bátur sá sem Tryggvi er vélstjóri á Frár VE 78 var að koma úr slipp. En meðan á slippdvölinni stóð hafði Tryggvi með sér mótorhjólið sitt og tók það auðvitað um borð að nýju áður en haldið var heim á leið og eru myndirnar því helgaðar honum.
1595. Frár VE 78 tilbúinn til sjósetningar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag
Eftir sjósetningu á Frá kom Tryggvi á mótórfáki sínum að skipshlið
Áður en gengið er frá hjólinu til hífingar um borð þarf að taka af sér hjálminn
Það er ekki sama hvernig tógið er sett á hjólið
Ekki var þetta alveg nógu gott og því þurfti að laga áður en híft var