04.09.2009 00:12

Keflavík


                  1624. Keflavík í höfn í Keflavík í fyrsta sinn © mynd Emil Páll 198 og eitthvað.

Smíðanr. 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S í Svenborg í Danmörku 1978. Skipið var skírt eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtæksins, auk þess sem Saltsalan hf. var með aðal bækistöð sína í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleiganda var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík. Skipið kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Keflavíkur á sjómannadaginn 198 og eitthvað. En heimahöfn Keflavíkur var í Vík í Mýrdal.
Nöfn sem skipið hefur borið: Charm, Keflavík, Írafoss og Aasfjord. Skipið var selt úr landi til Antigua 11. des. 1990 og hélt Írafossnafninu til 1997 að það var selt til Noregs þar sem það fékk núverandi nafn Aasfjord.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7810
Gestir í dag: 149
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092711
Samtals gestir: 51771
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 14:33:02
www.mbl.is