05.09.2009 10:12

Alnöfnur hlið við hlið




     1209. Freyja GK 364 og 426. Freyja GK 364 © myndirnar tók Emil Páll í maí 1980, en þá var stálbáturinn að taka við af eikarbátnum og ekki var búið að setja nýja nafnið á eikarbátinn.

Saga bátanna kemur hér á eftir: Annar er enn til, en þó ekki hérlendis og hinn er farinn fyrir móðuna mikla eins og einhver nefndi það þegar skip sökk.

426. Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1958.
Nöfn: Freyja ÍS 364, Freyja GK 364, Pólstjarnan KE 3 og Jóhanna Magnúsdóttir RE 74. Brann og sökk út af Meðallandi 25. maí 1983.

1209. Smíðanr. 45 hjá Skipasmíðastöð Marselliusar Bernhardssonar á Ísafirði 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf. Seyðisfirði 1988.
Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 4, Freyja GK 364. Seld til Írlands 20. des. 1994 og eftir Freyja SO, Kelly J og í Króatíu bar hann síðast þegar ég vissi nafni Keli.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7810
Gestir í dag: 149
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092711
Samtals gestir: 51771
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 14:33:02
www.mbl.is