07.09.2009 16:58Á Hafnarröstinni í GhanaSvafar Gestsson frá Húsavík, núverandi vélstjóri á Jónu Eðvalds SF, hefur sent okkur til birtingar mikið magn af myndum sem hann hefur tekið á skipum og af skipum víða um heim. Myndir þær sem hann sendi okkur nú eru t.a.m. teknar hérlendis, í Ghana, Færeyjum, Portúgal-Algarve, Póllandi, Marokko, Las Palmas og Skotlandi. Myndirnar sem teknar voru í Ghana, voru teknar er hann var vélstjóri á Húnarröstinni sem flaggað var í skamman tíma þangað niður eftir og kom síðan heim aftur. Sýna myndirnar lífið um borð, veiðarnar, önnur skip, fiskiflóruna og margt annað skemmtilegt.Verða þær birtar í smá skömmtun og dugar þetta örugglega í marga mánuði. Sjálfur hefur hann þetta að segja um aðstæður þarna: Í höfninni í Thema í Ghana varð maður að fara með myndavél eins og þjófur að nóttu þar sem herinn er með aðstöðu í sömu höfn og við vorum í og allar myndatökur bannaðar og var því fylgt strangt eftir. Það eru reyndar bara tvær hafnir í Ghana í Thema þar sem við vorum og svo Takoradi. Til að komast inn á hafnarsvæðið þurfti maður að hafa sérstakann hafnarpassa og fara í gegnum 4 hlið með tilheyrandi veseni. Fyrirtæki það sem ég vann hjá í Ghana heitir: Salvation Merchant Fishing company. Sendum við Svafari bestu þakkir fyrir. 249. Hafnarröst í Las Palmas Addy bókarinn hjá fyrirtækinu Anaman með rottu Áhöfn ásamt Bóbó skipstjóra Baracuta © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 44 Gestir í dag: 5 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061318 Samtals gestir: 50959 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 01:56:57 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is