199. Stapafell © mynd Emil Páll
Smiðanr. 1096 hja´D.W. Kremer Sohn, í Elmshorn í Þýskalandi. Samið var um smíðina í maí 1961, skipið sjósett 29. ágúst 1962 og afhent 7. nóvember það ár og kom til heimahafnar í Keflavík 12. nóvember 1962.
Selt úr landi til Grikklands 9. okt. 1978 og fékk þá nafnið Mark VIII og ber það ennþá.
1545. Stapafell, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd Emil Páll
Smíðanr. 763 hjá J.G. Hitzlers Schiffswerft í Leuemburg, Elbe, Þýskalandi. Hljóp af stokkum 2. maí 1979 og kom fyrst hingað til lands 16. október það ár og þá til Hafnarfjarðar, en degi síðar til heimahafar sinnar í Keflavík. Selt úr landi til Ekvador í maí 2001.
Nöfn: Stapafell og Salango og ber það nafn ennþá.