1499. Ígull HF 21, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í sept. 2009
Samkvæmt vef Fiskistofu fær báturin von bráðar nafnið Ýmir BA 32, í eigu Ýmis hf. á Bíldudal. Að undanförnu hefur verið unnið að því að hressa upp á bátinn við bryggju í Njarðvík enda ekki varþörf á. Mun báturinn verða gerður út á innfjarðarrækju frá Bíldudal.
Báturinn hefur smíðanr. 9 hjá Vör hf. á Akureyri árið 1977.
Nöfn: Flosi ÍS 15, Sæljón RE 19, Sæljón II RE 119, Jón Aðal SF 63, Jónas Guðmundsson GK 275, Jónast Guðmundsson SH 317, aftur Jónas Guðmundsson GK 275, Fagurey HU 9, Fagurey HF 21, Ígull HF 21 og verður nú Ýmir BA 32.