Boston Wellvale FD 209 © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar
1128. Arnarnes ÍS 42, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 1986
Smíðanr. 974 hjá Cook Welton & Gimmel Co Ltd í Berverley, Englandi 1961. Kjölur lagur 30. júní 1961 og togarinn afhentur 14. des. sama ár. Komst í eigu íslendinga eftir að hafa strandað 22. des. 1966 við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi og náð þar út aftur og varð þar með síðasti síðutogari íslendinga. 1986 var honum breyttí skuttogara, auk þess sem hann var yfirbyggður við bryggju í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði Í Njarðvík, áður hafði verið skipt um brú og fleiri endurbætur farið fram eftir að hafa brunnið illa í júní 1962 út af St. Kilda. Frá 1993 hefur hann að mestu verið gerður út frá Mexíkó og frá 1999 er hann skráður sem þjónustuskip fyrir túnfiskveiðar við Mexíkó.
Nöfn: Boston Wellvale FD 209, Boston Wellvale GY 407, Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70 og svo ýmist Arnarnes skráður erlendis eða Arnarnes SI 70 skráður hér heima og frá 1999 hefur hann verið skráður sem Copasa 1 og er frá Mexíkó.