16.09.2009 13:29

Skátinn GK sökk á Akranesi í morgun


                         1373. Skátinn GK 82 í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2007

Eftirfarandi frétt mátti lesa í Skessuhorni í morgun:

Bátur sökk við slippsbryggjuna á Akranesi

16. september 2009

Tæplega 30 tonna trébátur, Skátinn GK 82, sökk við slippsbryggjuna á Akranesi á tíunda tímanum í morgun. Báturinn hafði legið við bryggjuna í um vikutíma. Starfsmenn í Daníelsslippi voru að vinna um borð í bátnum dagana á undan og komið var að því að færa hann upp í slippinn. Báturinn er á bólakafi við bryggjuna en einungsi möstrin standa uppúr sjó. Til stendur að báturinn verði tekinn upp á morgun. Þá koma kafarar og kranabíll á staðinn og væntanlega kemur þá í ljós orsök þess að báturinn sökk, en ekkert var að veðri í nótt og starfsmenn Daníelsslipps segja að bönd sem báturinn var bundinn með við bryggjuna hafi verið í lagi.

Gunnar Richter í Daníelsslipp segir í samtali við Skessuhorn að þegar menn hafi komið að bátnum upp úr klukkan átta í morgun hafi allt virst í lagi, en svo virðist sem báturinn hafa sokkið á næsta klukkutímanum. Þó hljóti að hafa verið kominn sjór í bátinn í morgun, að sögn Gunnars. Skátinn GK er í eigu Gunnars Leifs Stefánssonar sem gerir út skip m.a. til hvalaskoðunar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 513
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 2058
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1468110
Samtals gestir: 59485
Tölur uppfærðar: 16.5.2025 01:44:15
www.mbl.is