Stakkanes komið á flot © mynd Sverrir Gíslason
Einn velunnarra síðunnar sem hefur oft komið með skemmtilega fróðleiksmola undir myndum, auk þess að senda okkur skemmtilegar greinar og myndir til birtingar er Gunnar Th. eða Teddi eins og hann er almennt kallaður. Hann hefur í tómstundum sínum unnið að endurbyggingu á báti í bílskúrnum hjá sér í Kópavogi
og nú hefur báturinn fengið nafnið Stakkanes og var í morgun sjósettur til prufu. Annars sendi hann okkur svohljóðandi bréf með myndunum:
Stakkanesið var sjósett í morgun til prufu. Nokkur smáatriði þarf að laga og eftir hálftíma reynslusiglingu tók ég bátinn á land aftur. Það má sjá að hann er ekki botnmálaður, mér fannst óþarfi að botnmála með tíuþúsundkróna botnfarva fyrir eina sjósetningu. Botninn þarfnast frekari snyrtingar og verður svo málaður í vor. Myndirnar tók Sverrir Gíslason í Vesturvör af svölunum hjá sér. Neðan við nafnið á stýrishúsinu er hið gamla skjaldarmerki Ísafjarðarkaupstaðar, sem ekki er til lengur.
Þökkum við Gunnari Th. kærlega fyrir sendinguna og óskum honum til hamingju með árangurinn.


Stakkanes © myndir Sverrir Gíslason í september 2009