473. Guðbjörg GK 220 bíður sjósetningar í Dráttarbraut Keflavíkur 1957 © mynd úr safni Emils Páls
Smíðanr. 7 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hljóp af stokkum 3. mars 1957.
Nöfn: Guðbjörg GK 220 og Guðbjörg ÁR 25. Dæmd ónýt vegna fúa 26. nóv. 1965.
1564. Gróa KE 51 © mynd úr safni Emils Páls
1564. Gróa KE 51 © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 8 hjá Dráttarbraut Keflavíkur, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og er hann minnsti þilfarsbáturinn sem smíðaður hefur verið eftir teikningu hans, en átti sé þó systurskip, er smíðaður var annarsstaðar á landinu.
Kjölur bátsins var lagður 1970, en smíði hans lauk þó ekki fyrr en 1980, en hann hljóp af stokkum 6. ágúst 1980 og var aafhentur í lok þess mánaðar. Var smíði hans íhlaupavinna, en tók þó þrisvar kipp, þar sem nýir eigendur gengu í smíðina, en tveir þeirra hættu við áður en smíði lauk.
Nöfn: Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727, Berghildur SK 137 og Berghildur SK 127. Rak upp á Hofsósi 3. feb. 1991 og talinn óviðgerðarhæfur 24. júní 1991.