Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri kom til okkar færandi hendi, en hann tók í gær 16 loftmyndir af 10 skipum, sem við munum birta í kvöld, í nótt og á morgun. Færum við honum kærar þakkir fyrir þetta, því það er alltaf skemmtilegt að sjá skipin í sínu eðlilega umhverfi. Hér birtast nú tvær myndir af togaranum Stefni ÍS 28.
1451. Stefnir ÍS 28 © myndir Þórarinn Ingi Ingason í september 2009