23.09.2009 07:43

Fönix KE 111 / Eykon RE 19


                             177. Fönix KE 111, til hliðar sést í 89. Árna Geir KE 74


                                               177. Fönix KE 111 árið 1986


       177. Eykon RE 19, óhrjálegt skip í dag þar sem það liggur í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðanr. 350 hjá Gravdal Skipbyggery í Sunde, Noregi 1960. Endurbyggður og yfirbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1986 eftir að eldur kom upp í bátnum 28 sm. VNV af Garðsskaga þann 31. jan 1978. Áhöfn v/s Tús slökkti eldinn og dró bátinn síðan til Njarðvíkur.
Strandaði í Vöðlavík milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar 18. des. 1993. Við björgunartilraun á bátnum fékk Björgunarskipið Goðinn á sig brot og strandaði og sökk 10. jan. 1994 og við þa fórst einn skipverji Goðans, en Varnarliðið bjargaði sex skipverjum í aftakaveðri. Varðskipið Týr dró síðan bátinn, sem þá hét Bergvík, af strandstað lítið skemmdar aðfaranótt 13. janúar 1994.
Stefni breytt 1998. Breytingar hjá Skipalyftunni íVestmannaeyjum 2003 í veiðiskip á þorski til áframeldis.
Nöfn: Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristinn BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík  VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE  123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon RE 19, Adolf RE 182 og Adolf RE 19.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061430
Samtals gestir: 50960
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 02:18:15
www.mbl.is