Í dag kom til Keflavíkur þetta skip sem hefur IMO númerið 8913904 og er skráð sem farþegaskip og er í eigu Kanadamanns, sem skráir skipið í Nassau. Skipið er þó öllu jafnan notað sem einkasnekkju eigandans, en á milli þess sem hann notar skipið fer það í ævintýrasiglingar og var nú að koma frá Grænlandi með 44 farþega. Skipið sem var smíðað í Fredrikshavn 1992 og mælist 1128 tonn, hét áður Disko II og þar áður Saqqit Ittuk.