24.09.2009 20:23

Þrír brunabátar í endurbyggingu hjá Sólplasti

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, hafa verið mikil verkefni að undanförnu hjá Sólplasti í Sandgerði og á árinu hafa óvænt komið inn endurbyggingar á bátum sem lentu í bruna. Í dag eru tveir bátar sem skemmdust er mikill bruni kom upp í fyrirtækinu 25. mars sl., en þá átti degi síðar að sjósetja Odd á Nesi SI 76, sem einmitt var að koma úr endurbyggingu eftir bruna í Sandgerðishöfn fyrr á árinu. Þá var inni í húsinu báturinn Völusteinn ÍS sem hefur verið þar lengi í endurbótum og síðan kom Vinur GK sem 30. júlí sl. brann illa í Grófinni í Keflavík.
Smíðað hefur verið nýtt hús á Odd á Nesi, búið er að hreinsa nánast allt úr skrokki Vins og Völusteinn er, ja eins og myndin sínir lítið nema smá þúst að framan. Að auki verður notað tækifærið og Vinur lengdur um 1.20 metra eða í 9.90.


                                   2615. Oddur á Nesi SI 76 með nýja húsið


                                  2477. Vinur GK 96 eins og hann lítur út í dag


    2207. Völusteinn ÍS 89, eða það litla sem er eftir af honum. Þessi blái er 1943. Sólborg I GK, sem áður hét Sigurvin GK og hlekktist á í innsiglingunni til Grindavíkur fyrir mörgum árum og átti að vera íhlaupaverkefni fyrirtækisins, en fyrirtækið keypti bátinn © myndir Emil Páll í sept. 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061318
Samtals gestir: 50959
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 01:56:57
www.mbl.is