Nú í vikunni hefst samnorræn æfing á Norður-Atlandshafi, þar sem taka þátt íslensk, norsk og dönsk varðskip. Af því tilefni komu í gær til Akureyrar Hvitabjorn frá Danmörku og Andernes frá Noregi og tók Þorgeir Baldursson þessa syrpu af því tilefni. Reiknað er með að skipin verði á Akureyri eitthvað fram eftir vikunni. Í dag bættist síðan íslenska varðskipið Týr í hópinn.