30.09.2009 21:06Auðbjörg HU 6 fargað656. Auðbjörg HU 6 í slippnum á Skagaströnd á síðasta ári Nú í vikunni hefur fyrirtækið Hringrás séð um að farga Auðbjörgu HU 6 sem staðið hefur uppi í fjölda ára í slippnum á Skagaströnd. Bátnum var velt út úr slippnum og síðan kurlaður niður. Bátur þessi var smíðaður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1960 og var fyrsti frambyggði þilfarstrébáturinn sem þar var smíðaður. Sem Hinrik ÍS 26 var hann fyrsti rækjubáturinn sem gerður var út á rækjuveiðar í Faxaflóa. Var það árið1970 og var rækja unnin hjá Jökli hf. í Keflavík. Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Björgvin EA 75, Leifur, Bryndís GK 17, Hinrik ÍS 26, Hinrik HU 8 og Auðbjörg HU 6. 656. Auðbjörg HU 6, í slippnum á Skagaströnd © myndir Árni Geir 2008 Varðveita átti bátinn Fyrir tæpu ári var stofnað óformlegt félag Akureyri til að reyna að bjarga bátnum frá eyðileggingu en allt strandaði það á peningaleysi. Stofndag félagsins sem hugðist bjarga Auðbjörgu HU var 1. janúar 2008, sem jafnframt var afmælisdagur þess er sá um skíði bátsins.
Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1064 Gestir í dag: 30 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060480 Samtals gestir: 50933 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is