30.09.2009 21:06

Auðbjörg HU 6 fargað


                         656. Auðbjörg HU 6 í slippnum á Skagaströnd á síðasta ári

Nú í vikunni hefur fyrirtækið Hringrás séð um að farga Auðbjörgu HU 6 sem staðið hefur uppi í fjölda ára í slippnum á Skagaströnd. Bátnum var velt út úr slippnum og síðan kurlaður niður.

Bátur þessi var smíðaður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1960 og var fyrsti frambyggði þilfarstrébáturinn sem þar var smíðaður. Sem Hinrik ÍS 26 var hann fyrsti rækjubáturinn sem gerður var út á rækjuveiðar í Faxaflóa. Var það árið1970 og var rækja unnin hjá Jökli hf. í Keflavík.

Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Björgvin EA 75, Leifur, Bryndís GK 17, Hinrik ÍS 26, Hinrik HU 8 og Auðbjörg HU 6.


               656. Auðbjörg HU 6, í slippnum á Skagaströnd © myndir Árni Geir 2008

                                   Varðveita átti bátinn


Fyrir tæpu ári var stofnað óformlegt félag Akureyri til að reyna að bjarga bátnum frá eyðileggingu en allt strandaði það á peningaleysi. Stofndag félagsins sem hugðist bjarga Auðbjörgu HU var 1. janúar 2008, sem jafnframt var afmælisdagur þess er sá um skíði bátsins.
Sonur Þorsteins Þorsteinssonar, skipasmiðameistara sem sá um byggingu bátsins á sínum tíma var aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins og reyndi hann hvað hann gat til að ná bátnum til Akureyrar.
 HANN  heitir einnig Þorsteinn Þorsteinsson og er skipasmiður.
Hann stóð fyrir boðun stofnfundar þessa björgunarfélags en vel að merkja þá var félagið mjög svo óformlegt. Þorsteinn var búinn að athuga með flutning á bátnum og hafði í því sambandi haft samband við flutningsaðila og einnig var hann búinn að reyna að fá sveitarfélagið fyrir vestan til að styrkja flutninginn.
Nægjanlegt fé fékkst því miður ekki til að koma bátnum til Akureyrar.
Nú er því miður komið sem komið er og bátnum ekki bjargað hér eftir.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060480
Samtals gestir: 50933
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58
www.mbl.is