04.10.2009 18:32

Lára Magg ÍS 86

Það er hrein unun að horfa á það hvernig handleiksmaðurinn Halldór Magnússon, búsettur í Vogum, tekur fyrir hvern bátinn að fætur öðrum og breytir úr því að vera ljótt rekald í reiðuleysi í fagurt fley. Þessar vikurnar hefur hann verið að handleika Fanney HU 83 sem lengi var búin að vera í óreiðu í Reykjavíkurhöfn. Mest af vinnunni gerir hann einn, en auðvitað fær hann aðstoð við og við.
Í dag fékk báturinn nýtt nafn í Njarðvíkurhöfn er Halldór málaði hið nýja nafn á bátinn sem er Lára Magg ÍS 86 nefnd eftir ömmu útgerðarmannsins. Lára Magg hefur að undanförnu verið fá á sig litasamsetninguna hans.
Lára Magg er í eigu Kroppverks ehf en færist í eigu Lífsbjargar ehf fljótlega en það félag gerir einnig út 1857. Finnbjörn ÍS 68 sem sonur Halldórs Björn Elías stýrir vestur á Bolungarvík um þessar mundir.


    Þegar Halldór var búinn að mála nr. ÍS 86 kom aðstoðarmaður hans og málaði bláu línuna


                                                           Lára Magg


                      619. Lára Magg ÍS 86 © myndir Emil Páll í dag 4. okt. 2009

Sm. í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959.

Nöfn: Jón Jónsson SH 187, Guðmundur Einarsson HU 100, Dalborg EA 317, Valur RE 7, Merkúr EA 24, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70, Sóley SH 150, Hafnsey SF 8, Fanney SK 83, Fanney HU 83 og Lára Magg ÍS 86,

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1706
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061122
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:25:44
www.mbl.is