Gert hefur verið samkomulag um gagnkvæm myndaskipti milli þessarar síðu og Sigurðar Bergþórssonar sem stofnað hefur síður um Flota Patreksfjarðar og Flota Tálknfirðinga. Munum við því birta myndir frá þessum stöðum nokkuð ört á næstunni, en Vestfjarðarkjálkinn hefur orðið nokkuð út úr varðandi myndir og verður með þessu samkomulagi bætt þar úr. Birtum við nú eina mynd frá hvorum stað, ásamt frásögnum um viðkomandi skip.
257. Sigurvon Ýr BA 257 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson
Smíðanr. 259 hjá Lindstöla Skipx og Batbyggeri A/S í Risör í Noregi 1964. Yfirbyggður 1985. Seldur úr landi til Noregs 21. feb. 2007. Rifinn í Stokksund í Noregi 2008.
Nöfn: Sigurvon RE 133, Búðarfell SU 90, Sigurvon ÍS 500, Sigurvon BA 257, Sigurvon Ýr BA 257, Faxaborg SH 207, Faxaborg SH 217, Sigurvon GK 17s og Seljevær SF-26-3

972. Vigdís BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson
Smíðanr. 408 hjá Veb. Elbewerft í Boizenburg í Þýskalandi 1965. Yfirbyggður í Noregi 1982, Lengdur og gerðar umfangsmiklar breytingar hjá Nordship í Gdynia í Póllandi 1998. Veltutankur settur hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og Kristín ÞH 157.