Lómur 2, í Kópavogshöfn í fyrradag © mynd Emil Páll 7. okt. 2009
Frá því í júní 2008 hefur stór og mikill togari Lómur 2 legið við bryggju í Kópavogshöfn. Togarinn sem er i eigu íslenskts fyrirtækis, er með heimahöfn í Tallin og er mjög skuldsett. Talið er að um 170 milljónir hvíli á skipinu, auk þess sem það skuldar hálfa aðra milljón í hafnargjöld og þess vegna hefur nú verið klippt á rafmagn til skipsins og því má búðast við skemmdum á því nú er vetrarkuldar hefjast.
Togarinn var áður m.a. gerður út á rækjuveiðar á Flæmska hattinum og hefur verið til sölu og var búið að selja hann í fyrra er kreppan varð til þess að sú sala fór út um þúfur.