09.10.2009 20:51

Loftmyndir yfir sjó af Ársæl ÁR 66, Mána ÁR 70 og Sandvíking ÁR 14

Þyrluflugstjórinn Þórainn Ingi Ingason kom færandi hendi, enn einu sinni nú í vikunni, eftir þyrluflug, þar sem hann tók fyrir okkur myndir til birtingar á síðunni og munu þær koma inn á síðuna í kvöld og á morgun. Sendum við Þórarni eða Tóta eins og hann er almennt kallaður, bestu þakkir fyrir og hér sjáum við hluta af sendingunni eða fjórar myndir af þremur ÁR bátum.


                                                    1014. Ársæll ÁR 66

Smíðanr. 21 hjá Brattvag Skipsinnredning A/S í Brattvaag í Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1982.

Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320, Arney KE 50, Auðunn ÍS 110, Nansen ÍS 16, Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og Ársæll ÁR 66.




                                                          1829. Máni ÁR 70

Smíðaður hjá Mossholmes Marine í Rönnang, Svíþjóð 1987. Lengdur 1995.

Nöfn: Dofri ÁR 43, Dofri ÍS 243 og Máni ÁR 70.


                   1254. Sandvíkingur ÁR 14 © myndir Þórarinn Ingi Ingason í okt. 2009

Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. Seyðisfirði 1972, umbyggður, breikkaður, lengdur og borðhækkaður 1995.

Nöfn: Höfrungur SU 66, Arnar KE 260, Arnar SH 157, Arnar RE 400, Fönix VE 24 og Sandvíkingur ÁR 14.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1600
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061016
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:22:02
www.mbl.is