Vera Svafars Gestssonar erlendis og myndir hans sem tengjast skipum í þeim löndum sem hann hefur verið á skipum frá eða haft viðkomu með öðrum hætti, hefur vakið mikla athygli. Munum við halda áfram með slíka þætti fram eftir vetri, ef ekkert kemur óvænt upp á. En við höfum fylgst með málum í sjö löndum bæði frá honum og öðrum. Vera Svafars í Ghana er nú til umræðu, en við höfum fylgst með því í nokkur skipti og eigum eftir að fylgja honum eftir í myndum í þó nokkurn langan tíma, hvað Ghana og Marokkó varðar, en myndir frá hinum löndunum fara sum að að taka enda. En talandi um Hafnarröstina, þá verður næsta færsla á eftir þessari einmitt um það skip og veiðar hér við land, en nánar um það síðar. Hér er það myndaefni frá Ghana séð með augum Svafars.