151. María Júlía BA 36 í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll
151. María Júlía BA 36, eftir að breytingar á að gera það að fljótandi safni til varðveislu hófust © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðað hjá Frederikssun Skipswærft A/S í Frederikssund, Danmörku 1950. Til 1969, var skipið björgunar- og varðskip aðallega fyrir Vestfirðinga og gekk undir nafninu ,,Björgunarskúta Vestfjarðar.
Eldur kom upp í skipinu í Patreksfjarðarhöfn 16. mars 1975 og var því þá sökkt í höfninni til að slökkva í því. Náð upp fljótlega og síðan endurbyggt hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Undanfarin ár hefur veirð unnið að því að gera skipið að fljótandi safni til varðveislu.
Skipið hefur aðeins borið nöfnin María Júlía og María Júlía BA 36.