12.10.2009 11:24

Ægir með Qavak í togi


                                  Varðskipið Ægir © mynd Þorgeir Baldursson

Varðskipið Ægir er með grænlenska bátinn Qavak í togi og eru skipin á leið til hafnar í Reykjavík.

Grænlenska skipið var á leið til Danmerkur þegar það varð vélarvana í gærmorgun um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi með fjóra menn í áhöfn. Að sögn Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð til stjórnstöðvar Gæslunnar í gegnum flutningaskipið Naja Arctica sem kom Qavak til aðstoðar og beið hjá bátnum þar til Ægir kom á svæðið. Þá hafði skipið rekið um 30 sjómílur í norð-vestur. Togskipið Qavak er um 200 tonn að þyngd og 22 metra langt og er í eigu Polar Seafood á Grænlandi.

Að sögn skipherra á Ægi var dráttarlínu skotið yfir í Qavak rúmlega níu í morgun og gekk aðgerðin vel. Að sögn skipherrans er áhöfn skipsins í góðu ásigkomulagi, veður á svæðinu hefur gengið þónokkuð niður frá því sem var í nótt en þó er talsverður sjór og ölduhæðin 4-6 metrar. Ágæt veðurspá er framundan og er búist við meðvindi á leið til Íslands. Reiknað er með að skipin komi til hafnar snemma á miðvikudagsmorgun.
Heimild visir.is


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1706
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061122
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:25:44
www.mbl.is