1393. Guðmundur í Tungu BA 214 © úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson
Smíðanr. 8 hjá Sterkoder Mek Verksted A/S í Kristiansund, Noregi 1968, Sökk í námunda við Færeyjar, er Hvanneyrin var að draga hann erlendis. Hafði skemmst mikið er hann lenti í ís í Reykjafjarðarál 1988. Eftir það lá hann við bryggju á Akureyri, þar til hann var dreginn út, en hann var afskráður 28. okt. 1992.
Nöfn: Nord Rollnes T-3-H, Trausti ÍS 300, Guðmundur í Tungu BA 214, Sveinborg GK 70, Sveinborg SI 70 og Þorsteinn EA 610.