17.10.2009 10:34

Rauðmaginn ST 17 og Tjaldur ÍS 6



Einn af okkar föstu lesendum, sem um leið er nokkuð duglegur að senda okkur efni, sem oft á tíðum er annað en það hefðbundna er Gunnar Th. Nú hefur hann sent okkur myndasyrpu til birtingar og fylgdi eftirfarandi texti með.

Ég komst í þessar myndir hjá  Kristmundi Kristmundssyni í vélsm. Stálveri við Eirhöfða. Faðir hans, Kristmundur Sörlason frá Gjögri lét byggja þennan bát uppúr 1980. Báturinn var smíðaður í Vogum á Vatnsleysuströnd og smiður var Gunnar Sigurðsson skipasmiður frá Ísafirði. Báturinn var upphaflega byggður sem fjölskyldu- og ferðabátur, en var breytt í fiskibát nokkrum árum síðar. Hann var svo gerður út frá Gjögri og víðar, m.a. frá Arnarstapa. Síðasta nafn hans var Jóhanna Steinunn. Síðustu tvær myndirnar tók ég svo sjálfur nú í gærmorgun af bátnum eins og hann er nú. Báturinn er í eigu Kristmundar í Stálveri og bíður endurbyggingar, enda ótrúlega heillegur þrátt fyrir langa stöðu.

Fyrsta myndin, sú við flotbryggjuna er tekin í Snarfarahöfninni. Hinar eru teknar í Ófeigsfirði, og það er Tjaldur RE-32 (1583) sem liggur við hlið Rauðmagans á einni þeirra.  Síðustu myndina tók ég sjálfur af Tjaldinum, þar sem hann liggur undir húsgafli vestur í Bolungarvík og grotnar niður.










               Rauðmaginn © myndir Gunnar Th og úr safni Kristmunds Kristmundssonar


                           1583. Tjaldanes ÍS 6 © mynd Gunnar Th. 26. sept. 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2587
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 4478
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 1253716
Samtals gestir: 55030
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 12:01:42
www.mbl.is