Gunnar Th. sendi okkur áðan aðra frétt og fylgdi henni þessi texti og þrjár myndir:
Í morgun hlaut ég þann heiður að sjóða sinkið á Hamar SH úti við Kópavogshöfn. Þráinn Arthúrsson þúsundþjalasmiður ætlar að sjósetja bátinn milli kl. 16 og 17 í dag eftir algera endurbyggingu. Allt ofan bláa litarins er nýtt, auk beggja stafna og nokkurra borða og banda.
Hamar SH, við Kópavogshöfn í morgun © myndir Gunnar Th. í morgun 17. okt. 2009