17.10.2009 15:34

Stórt björgunarskip staðsett í Njarðvík


                  2474. Jón Oddgeir ex Gunnar Friðriksson © mynd Emil Páll í júlí 2009

Í framhaldi af því óhappi er björgunarbáturinn Njörður Garðarsson týndist á Faxaflóa 2. október sl., er brotsjór reið yfir Hannes Þ. Hafstein með þeim afleiðingum að báturinn slitnaði aftan úr og týndist hefur nú stórt björgunarskip verið staðsett í Njarðvíkurhöfn. Skip þetta sem heitir Jón Oddgeir er sömu tegundar og Hannes Þ.Hafstein og mun verða gert út frá Reykjanesbæ tímabundið. Um er að ræða björgunarskip, sömu tegundar og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.
Jón Oddgeir er aukaskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur og er notað þegar eitthvað af björgunarskipunum í kringum landið þurfa í viðhaldsskoðanir. Þetta björgunarskip er hins vegar á sölulista og hefur verið síðan nýtt björgunarskip leysti það af hólmi á Ísafirði, en skip þetta bar áður nafnið Gunnar Friðriksson og var staðfest fyrir vestan.


 .

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1610
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061026
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:43:30
www.mbl.is