Þeir eru margir sem hafa haft orð á því við okkur hvað þessar myndasyrpur af lífi íslenskra sjómanna í ýmsum heimshornum, svo og það sem fyrir augu þeirra ber, eru skemmtilegar. Nú er hinsvegar farið að styttast í syrpur frá megin þorra viðkomandi landa. T.d. nú vikunni birtast síðustu myndirnar allavega í bili frá Las Palmas, Póllandi og Skotlandi. Í næstu viku koma þær síðustu frá Portúgal, en eftir er tveggja vikna skammtur frá Suðurodda Suður-Ameríku, en töluvert meira bæði frá Morocco og Chana. Þá munu í fljótlega hefjast birting á gömlum togurum og koll af kolli.