Þeir voru margir sem hneyksluðust yfir því hvernig Ígull HF 21 leit út, en þegar sami bátur kom út úr húsi í Njarðvíkurslipp í morgun sem Ýmir BA 32, mætti halda að um allt annan bát væri að ræða. Hér sjáum við myndir af honum áður en hann fór í slipp og eins og hann lítur út í dag.
1499. Ígull HF 21, er hann var tekinn upp í Njarðvíkurslipp fyri nokkrum vikum © mynd Emil Páll 1. okt. 2009
Ótrúlegt en þó sami bátur með nýju nafni: 1499. Ýmir BA 32, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll í dag 19. okt. 2009