1438. Salka GK 079, í Keflavíkurhöfn í morgun, en Grétar Mar Jónsson á von á að leggja netin í kvöld © mynd Emil Páll í dag 19. okt. 2009
Þessir tveir bátar sem í morgun birtust báðir með ný nöfn, eiga það sammerkt að vera smíðaðir á Akureyri, annar 1975 en hinn 1977 og hafa báðir sama smíðanúmerið þó hjá sitt hvorri skipasmíðastöðinni sé.
Salka er með smíðanr.9 hjá Gunnlaugi og Trausta sf og var afhentur nýr í lok júlí 1975, en Ýmir hefur sama smíðanr.þ.e. nr. 9 en hjá Vör hf. á árinu 1977.
1499. Ýmir BA 32 kemur inn í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 19. okt. 2009