20.10.2009 21:29

Gæslan fylgist með olíuskipi innan um borgarísjaka

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZOYMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla vestur fyrir land vegna lægða sem ganga yfir suður af landinu. Athygli vakti þegar skipið sigldi lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu.

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif var í gæsluflugi um vestanvert landið og var hún beðin um að kanna svæðið nánar. Sá hún að skipið hafði nýlega farið hjá borgarísjaka en hafísrönd og stakir ísjakar voru nokkuð norðan við það. Var skipið upplýst um stöðuna var því bent á að fara varlega.

ZOYMA er 60 þúsund tonna olíuskip, skráð í Grikklandi. Það er 233 metrar að lengd, 42 metrar að breidd og ristir 15 metra. Skipið er ekki með olíu innanborðs en það er á bakaleið eftir að hafa siglt með olíu frá Rússlandi til Bandaríkjanna fyrr í þessum mánuði.

ZOMA_201009

Olíuskipið ZOYMA, mynd tekin úr eftirlitsbúnaði TF-Sifjar.

Kemur þetta fram á vef Landhelgisgæslunnar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1610
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061026
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:43:30
www.mbl.is