Valbjörn IS 307 (ex Gunnbjörn) ©Mynd þorgeir Baldursson 2007
Eldur kom upp í Valbirni is 307 þar sem skipið lá við bryggju i Ísafjarðarhöfn í Gærmorgun. Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð á brúarhúsi bátsins.
og er talið að kviknað hafi i út frá hitablásara sem að var staðsettur i brú skipsins
Tilkynnt var um eldinn fyrir hádegi og slökkvilið var kallað út. Hafnarstarfsmanni og lögreglunni á Ísafirði tókst þó að ráða niðurlögum eldsins, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.