20.01.2010 20:27

Fagraberg


                                          Fagraberg ©mynd þorgeir Baldursson

Anfinn Olsen útgerðarmaður i Færeyjum segir smekkfullt af síld, einkum nálægt Lofoten við norður Noreg, en einnig í Norðursjó og Eystrasalti. Skipin sem eru á síldveiðum hafa aflað vel upp á síðkastið.

Fagrabergið landaði í Hanstholm í gær 2500 tonnum af síld sem þeir fengu á 12-16 tímum við Lofoten. Anfinn Olsen segir að nóg sé af síld á markaðnum og því fari allur aflinn af Fagraberginu í bræðslu.
Hann segir að aflinn hafi verið boðinn upp hjá Sildelaget í Noregi.

-Við fengum nokkur tilboð í aflann, þar á meðal frá Havsbrún í Fuglafirði. Þeir fá um 2,3 DKK (ISK 55,5) fyrir síldina í Hanstholm, verðið fer eftir fitu og próteininnihaldi.

Á heimasíðu Sildelaget segir að afli Fagrabergs sé stærsti síldarfarmur sem nokkurn tímann hafi verið boðinn þar upp.

Þar segir einnig að aldrei fyrr hafi þeir selt jafn mikið af síld og í síðustu viku en þá var heildaraflinn 96.400 tonn eða um 8 þúsund tonnum yfir gamla vikumetinu sem er frá 2008.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is