07.02.2010 23:31

Rækjustrið um Flæmska Hattinn


                                 Ocean Prawns © mynd þorgeir Baldursson

Ocean Prawns landar rækju i Harbore Grace á Nýfundalandi og var aflinn um 700 tonn iðnaður og suða

Rækjustríð við Kanada

 
Grænlensk og færeysk rækjuskip fá ekki að koma til hafnar í Kanada frá 15. febrúar nema þau dragi verulega úr afla sínum.

Kanadísk stjórnvöld saka Grænlendinga og Færeyinga um ofveiði á Flæmingjagrunni, alþjóðlegu hafsvæði út af austurströnd Kanada. Þeir hafa sjálfir skammtað sér 3100 tonna kvóta. Kanadíska sjávarútvegsráðuneytið segir að kvóti þeirra sé 334 tonn eins og NAFO hafi ákveðið. Danir, sem semja fyrir hönd Grænlands og Færeyja, telja ríflega 3100 tonna kvóta eðlilegan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rækjuveiðarnar valda deilum. Grænlensk og færeysk rækjuskip fengu ekki að landa í Kanada frá því í desember 2004 og fram í mars í hitteðfyrra. Fyrir Grænlendinga skiptir löndunarbannið litlu máli en þeim mun meira máli fyrir Færeyinga. Færeysku skipin, sem eru mun stórtækari í veiðunum, verða nú að landa í Reykjavík eða sigla heim til Færeyja.


frettir@ruv.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061976
Samtals gestir: 50970
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21
www.mbl.is