
Norðborg KG 689 ©Mynd Óskar P Friðriksson

Við Bryggju i Eyjum ©mynd Óskar P Friðriksson

Nótin tekin ©mynd Óskar P Friðriksson

Nótin tekin um borð ©mynd Óskar P Friðriksson

Horft frammeftir dekkinu ©mynd Óskar P Friðriksson

18 metra Breiður ©mynd Óskar P Friðriksson

Nótinn sett i Kassan ©mynd Óskar P Friðriksson

Vinnslan ©mynd Óskar P Friðriksson

Lestin ©mynd Óskar P Friðriksson

Gúanó ©Mynd Óskar P Friðriksson

Brúin ©Mynd Óskar P Friðriksson

Borðsalurinn ©mynd Óskar P Friðriksson

Setustofan ©mynd Óskar P Friðriksson
Óskar Pétur Friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta sendi mér nokkar myndir frá komu skipsins
til Eyja og hérna biritast þær BESTU ÞAKKIR Óskar fyrir afnotin
Stórt og mikið uppsjávarskip frá Færeyjum kom við í Eyjum í nótt, Norðborg að nafni. Skipið var að taka nót um borð en nokkrir Eyjamenn notuðu tækifærið, fóru á fætur klukkan þrjú í nótt og fengu að fara í skoðunarferð um skipið undir leiðsögn skipstjóra þess, Jóns Rassmundsen. Meðal þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari en eftir skamma stund verða settar fleiri myndir hér inn frá ferðinni.
Ekkert skip er jafn stórt og Norðborg og má gera ráð fyrir því að ekki hafi stærra fiskveiðiskip lagt að bryggju í Eyjum. Eins og áður sagði er skipið gríðarstórt, 83 metrar að lengd og 18,3 metrar á breidd. Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 70,5 metra langur og 16 metra breiður. Um borð í Norðborg er pláss fyrir 1350 tonn af frystivöru og kælitankar skipsins bera 1100 tonn. Um borð er mjölbræðsla og er hægt að geyma 350 tonn af mjöli í skipinu. 29 eru í áhöfn Norðborgar og um borð eru þrír lyftarar en skipið er svo til nýtt, var tilbúið í maí 2009. Þannig að það má með sanni segja að Norðborg sé ekkert minna en fljótandi fiskvinnsla.
Heimld
www.eyjafrettir.is