
Hákon EA 148 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11 ©Mynd þorgeir Baldursson
Landað var í gær upp úr Aðalsteini Jónssyni rúmlega 550 tonnum af frosinni loðnu sem fryst var á rússneskan markað. Í dag verður landað ca 750 tonnum úr Hákoni á Norðfirði, hluti aflans var frystur á Japansmarkað og restin á Rússland.
Jón Kjartansson hélt áleiðis á loðnumiðin og má búast við að hann verði á Eskifirði á Sunnudaginn með vonandi hrognafulla loðnu sem verður þá kreist og hrognin hreinsuð og síðan flutt til Norðfjarðar til frystingar.Álsey ve er á leiðinni til Eyja með um 900 tonn