24.02.2010 22:07

Loðnufréttir úr Faxaflóa

                                      Dælt úr Nótinni ©Mynd Óskar P Friðriksson

                                      Álsey VE 2 ©Mynd Óskar P Friðriksson

                          Bjarni Ólafsson AK 70 dregur Nótina ©Mynd Óskar P Friðriksson

                       Finnur Friði verið að snurpa ©Mynd Óskar P Friðriksson

                        Allt að gerast i Faxaflóa© Mynd Óskar P Friðriksson

                  Guðmundur VE 29 kastaði við Eiðið ©Mynd Óskar P Friðriksson 2010
Nokkrar myndir sem að Óskar Pétur Friðriksson sendi siðunni til birtingar úr túrnum með
Sighvati Bjarnasyni VE og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
              ©  Munið Höfundarrétt Ljósmyndarans

Sighvatur Bjarnason VE kom inn með 1000 tonn af loðnu um miðnætti á mánudag. Jón Eyfjörð, skipstjóri sagði alfann hafa fengist eftir rúman dag á miðunum á Faxaflóa. Nú er veitt úr fremsta hluta göngunnar og loðna eftir allri Suðurströndinni.  "Þetta er fremsti hlutinn og von á miklu meira magni. Það mætti segja mér að þetta verði hefðbundið og mér sýnist þetta geta verið mikið magn," sagði Jón og var spurður hvort menn vonuðust ekki eftir frekari úthlutun.

"Ég er alltaf hissa hvað það er litlu úthlutað. Ég held að það geti ekki skaðað að taka 250 til 300 þúsund tonn og bæta bara við ef þannig stendur á, " sagði Jón sem hefur mikla reynslu af loðnuveiðum, fór fyrst á loðnuvertíð 1976 og hefur lengst af verið skipstjóri."
 
Er ekki verið að bíða eftir að hrognin nái ákveðnu þroskastigi, sér í lagi núna þegar kvótinn er svona lítill?
"Þetta gengur allt út á að ná sem mestum verðmætum og þá skiptir miklu að ná hrognunum. Í þessum túr var 50% hængur og það er verið að vinna hrogn en mér skilst að þau flokkist ekki undir að vera hágæðahrogn enn sem komið er, " sagði Jón en Helgi Valdimarsson sem er skipstjóri á móti Jóni fór út með Sighvat um leið og búið var að landa. "Kap fór austur fyrir Eyjar og mældi loðnu þar og síðan fór Sighvatur á eftir en þar um borð eru mælitæki sem hægt er að senda beint á Hafró og þeir geta svo unnuð úr mælingunum," sagði Jón.
 
Í vikublaðinu Fréttum er fjallað um loðnutúr sem Óskar Pétur Friðriksson fór með Sighvati Bjarnasyni í byrjun vikunnar, bæði í máli og myndum.
             meira á www.eyjafrettir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061976
Samtals gestir: 50970
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21
www.mbl.is