16.04.2010 17:40

Niðurstöður togararalls vonbrigði

                               Þorskveiðar á sjó Mynd þorgeir Baldursson 

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Niðurstöður togararallsins vonbrigði

þorskur2Hafrannsóknastofnunin birti helstu niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum (togararallinu) í dag. Fram kemur að bráðabirgðastofnmat stofnunarinnar, sem byggir á aldursgreindum vísitölum og aldursgreindum afla, bendi til að stærð veiðistofns þorsks í ársbyrjun 2010 hafi verið nálægt því sem stofnunin bjóst við þegar stofnmat var gert á síðasta ári, eða rúm 720 þúsund tonn.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að þessi niðurstaða sé vonbrigði og ef þetta gangi eftir þá verði aflamark í þorski lægra á næsta fiskveiðiári en það er nú samkvæmt þeirri aflareglu sem ríkisstjórnin samþykkti í fyrra.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að stórauka svokallaðar strandveiðar og að vegna þeirra verði dregin á milli 5 og 6 þúsund tonn frá afla- og krókaaflamarki í þorski á næsta fiskveiðiári. Friðrik segir að gangi þetta eftir þá verði einungis rúm 140 þúsund tonn til skiptanna á næsta fiskveiðiðári og af því fari væntanlega drjúgur hluti til að mismuna útgerðum með ýmsu móti. Hann segir það undarlega ráðstöfun að skerða enn aflaheimildir þeirra, sem hafa tekið á sig verulegar skerðingar á undanförnum árum til að byggja upp þorskstofninn og færa þær öðrum.

Friðrik spyr hvað sé eftirsóknarvert við að aðrir aðilar en þeir sem nú stunda fiskveiðar geri það.  "Hvað er eftirsóknarvert við að bankaútibússtjóri, starfsmaður vátryggingafélags eða fasteignasali, með fullri virðingu fyrir þeim öllum, stundi frekar fiskveiðar en þeir sem hafa þær að atvinnu? Af hverju vill ríkisstjórnin að atvinnumennirnir fari á atvinnuleysisbætur á meðan hundruð báta, sem engin þörf er fyrir, verða gerðir út með tilheyrandi kostnaði?" spyr framkvæmdastjóri LÍÚ.

Nánar má lesa um vorrallið hér


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 7848
Gestir í dag: 151
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1092749
Samtals gestir: 51773
Tölur uppfærðar: 2.1.2025 16:30:23
www.mbl.is