26.04.2010 23:15Útflutningur á Flugfiski að NorðanIcelandair Cargo ©Mynd þorgeir Baldursson 2010 Boeing þota Icelandair Cargo farin i loftið mynd Þorgeir Baldursson Útflutningur á ferskum fiski er að komast í samt lag. Flug frá Akureyri um helgina bjargaði talsverðum verðmætum að því er fram kemur á vef RÚV.
Miklu munaði að hægt var að flytja ferskan fisk út frá Akureyrarflugvelli um helgina en ekki var flogið frá Keflavík vegna öskufalls. Nýfiskur í Sandgerði varð fyrir milljóna tjóni þá daga sem ekkert var flogið til Evrópu.Í morgun var gefið út að flug hæfist að nýju frá Keflavík. Verði hægt að fljúga þaðan næstu daga kemst útflutningur á ferskum fiski í samt lag. Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði, segir fyrirtækið hafi ekki geta flutt út ferskan fisk í fjóra daga vegna flugbannsins en tjónið sé takmarkað og viðskiptavinir fyrirtækisins hafi skilning á ástandinu.Ástandið lagaðist um helgina þegar hægt var að aka með fiskinn norður og fljúga með hann frá Akureyri til Belgíu. Mikael Tal Grétarsson, sölustjóri hjá Icelandair Cargo, segir að allt að 120 tonn af ferskum fiski hafi komist úr landi um Akureyrarflugvöll. Ekki hafi þó verið hægt að flytja fragt með farþegafluginu til Glasgow, en flugið frá Akureyri hafi skipt miklu máli. og vonandi sjá flytjendur og framleiðendur Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1600 Gestir í dag: 49 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1061016 Samtals gestir: 50952 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:22:02 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is