27.04.2010 09:30

Sjávarútvegssýningin i Brussel opnaði i morgun


                       Kælisnigill frá 3X Tecnology © Mynd þorgeir Baldursson
kælisnigill fyrir utan höfuðstöðvar 3x á Isafirði en fyrirtækið hefur selt talsvert af þeim i skip reyndar i minni útgáfum þessi er i höfuðstöfum Brims H/F á Akureyri
Svo virðist sem augu útgerðarmanna séu að opnast fyrir því að gæði verða ekki tryggð nema rétt meðhöndlun eigi sér stað frá upphafi veiða. 3X Technology hefur hannað og sett upp blóðgunar- og kælibúnað í átta skipum þ.a. fjórum innlendum og fjórum erlendum á undanförnum árum þar sem notast er við svokallaða snigiltanka til að tryggja rétta meðhöndlun um borð. Þessi skip eru að öllum stærðum og gerðum og þarna er um að ræða línubáta, netabáta og togbáta sem eru gerð út til veiða á  ýmsum tegundum fiskjar, má þar nefna þorsk, ýsu, steinbít og hake ásamt meðafla af ýmsum tegundum. 
Það er samdóma álit þeirra er taka við hráefni af þessum skipum til vinnslu að þeir hafi ekki séð blæfallegri fisk og má þar vísa í greinar sem skrifaðar hafa verið undanfarið í blöð er fjalla um sjávarútvegsmál. Þeir sem vinna aflann eru einnig sammála um að blóðgunartíminn sem er stýrður í okkar kerfum og því alltaf sá sami, sé lykilatriði auk þess sem rétta kælingin og kælitími sem einnig er stýrt, sé einnig meginatriði en með réttri kælingu er hægt að stjórna ferli dauðastirðnunar og vinna aflann þegar hann er í bestu ástandi til þess sem tryggir minna los og betri nýtingu. 
Nú virðist loks sem framsýnir útgerðarmenn sem sjá virði í bættum gæðum alla leið séu að vakna til lífsins enda hefur reynsla og viðbrögð kaupenda af þessum kerfum verið með því móti að hún getur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með umræðu um bætt gæði og aukið virði sjávarfangs.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1569
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060985
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:00:53
www.mbl.is