03.05.2010 22:04

Nýr Formaður Hollvinafélags Húna 2


                           Þorsteinn Pétursson fráfarandi formaður Hollvina Húna II og núverandi varaformaður, með dætrum Sigurjóns Jóseps Friðrikssonar frá Felli í Breiðdal, við árabátinn sem þær færðu félaginu að gjöf. F.v. Helga, Stefanía og Friðbjörg © mynd Þorgeir Baldursson

                     Þorsteinn Pétursson og Hjörleifur Einarsson © mynd þorgeir Baldursson

                                Húni 2 á siglingu á pollinum © mynd þorgeir Baldursson

.

Reksturinn gengið vel

Hjörleifur Einarsson prófessor við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri var kjörinn formaður Hollvina Húna II, á aðalfundi félagsins á sumardaginn fyrsta. Hann tekur við formennsku af Þorsteini Péturssyni, sem nú gegnir starfi varaformanns.

Aðrir í stjórn eru Víðir Benediktsson, Hallur Heimisson og Lárus List. Þorsteinn segir að aðalfundurinn, sem haldinn var um borð í Húna, hafi verið vel sóttur og mikil ánægja ríkt meðal fundarmanna. "Við Húnamenn höldum okkur alltaf réttu megin við núllið og söfnum ekki skuldum. Reksturinn hefur því gengið ágætlega og fyrst og fremst fyrir það að Hollvinir skila sínu starfi í sjálfboðavinnu. Ég er því mjög sáttur á þessum tímamótum. Húni er að verða eitt táknum Akureyrar og við bæjarbúar getum verið stoltir af því að eiga þetta stærsta eikarskip landsins," segir Þorsteinn. Alls eru skráðir yfir 100 Hollvinir.

Við upphaf fundarins tóku Hollvinir á móti höfðinglegri gjöf frá börnum Sigurjóns Jóseps Friðrikssonar frá Felli í Breiðdal, árabát, sem mun notast sem léttabátur hjá Húna. Það voru tveir Hollvinir, Ragnar Malmqvist og Elís Pétur Sigurðsson, sem gerðu árabátinn upp.

Þorsteinn segir að á síðasta ári hafi Húni farið í 75 ferðir með tæplega 3.000 farþega. Að auki komu 3.600 manns um borð í bátinn, flestir á Fiskidaginn mikla á Dalvík en þá komu yfir 2.000 manns í heimsókn. Um 600 manns komu í vetur á opna kaffistofu á laugardögum. Rekstur Húna verður áfram með svipuðu sniði að sögn Þorsteins. "Ég vona að okkur takist að halda uppi ferðum með grunnskólabörn í 6. bekk, sem við köllum frá; öngli í maga. Í sumar verðum við áfram með sögusiglingar á föstudagskvöldum og ferðir til Hjalteyrar á sunnudögum."

Húni fór í slipp á mánudag hjá Slippnum Akureyri. Botn bátsins er eins og nýr hefur ekki orðið fyrir tjóni í áranna rás.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3459
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122585
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:33:01
www.mbl.is