11.05.2010 10:59

Margret EA 710 Seld Sildarvinnslunni


                                 Margret EA 710 © Mynd þorgeir Baldursson

Síldarvinnslan kaupir Margréti EA-710

Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Margréti EA-710 af Samherja hf.  Skipið var smíðað í Noregi 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd.  Aðalvél skipsins er Wartsila 11.000 hestöfl.  Tankarými er 2.100 m2 í tólf tönkum, tvö kælikerfi eru í skipinu samtals 1,5 millj. kcal, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.

Skipið verður nefnt Beitir NK-123 og skipstjóri verður Sturla Þórðarson, skipstjóri á móti Sturlu verðu Hálfdán Hálfdánarson.  Sturla hefur verið skipstjóri á Berki NK.  Skipstjóri á Berki NK verður Sigurbergur Hauksson og á móti Sigurbergi verður Hjörvar Hjálmarsson en þeir hafa báðir verið skipstjórar á skipum félagsins.

Skipið hefur verið í verkefnum niður við Afríku en er væntanlegt heim í kringum hvítasunnuna og mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna fyrir mánaðarmót í norsk-íslenskri síld og makríl.

"Síldarvinnslan hf. þekkir vel til skipsins enda hefur það landað í vinnslu hjá félaginu á undanförnum árum.  Samræmast þessi kaup vel auknum áherslum félagsins á frystingu uppsjávarfiska.  Við sjáum fyrir okkur aukinn hlut uppsjávarfiska til manneldis í framtíðinni.  Fjárfestingar félagsins og uppbygging síðustu ára hafa verið til að styrkja samkeppnisstöðu okkar á frystimörkuðum.

Þessi fjárfesting Síldarvinnslunnar byggir á því að sjárvarútvegsráðherra hefur úthlutað veiðiheimildum í makríl fyrir þetta árið.  Síldarvinnslan mun reyna að hámarka verðmæti þess afla sem fyrirtækið hefur aðgang að og eru kaupin á Margréti EA liður í því," segir á vef Síldarvinnslunnar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3597
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122723
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:54:06
www.mbl.is