05.06.2010 17:57

Sjómannadagsblað Grindavikur 2010


              Sjómannadagsblað Grindavikur 2010


Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 komið út

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 er komið út veglegt að vanda fullt af myndum og efni sem tengist sjósókn og mannlífi í Grindavík á ýmsum tímaskeiðum síðast liðin hundrað og fimmtán árin auk þess sem byrjað er að rifja upp skip og báta á Suðurnesjum. Blaðinu verður að þessu sinni dreift í verslanir víða um land þar sem brott fluttir Grindvíkingar og aðrir þeir sem vilja fylgjast með efni sem tengist sjávarútvegi á landsbyggðinni geta nálgast það.

Í blaðinu er viðtal við Þórð Pálmason skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7, flaggskipi Vísis hf., sem Kristinn Benediktsson, ritstjóri, tók en hann fór með í sjóferð í vetur. Þórður hefur frá mörgu skemmtilegu að segja en hann hefur verið til sjós í um fimmtíu ár þar af 25 ár á Grindavíkurbátum, Höfrungi II. GK, Hrungni GK og Jóhönnu Gísladóttur ÍS.

Á sínum stað í blaðinu eru myndir og frásögn frá síðasta sjómannadegi og heiðrun sjómanna. Þá er myndasýning frá Ólafi Rúnari Þorvaldssyni fyrrum kennara í Grindavík, aldamótaræða Einars G. Einarssyni kaupmanns í Garðhúsum en handritið kom nýlega fram í dagsljósið. Haraldur Hjálmarsson háseti á Oddgeiri sýnir okkur frábærar myndir úr myndasafni sínu í Ljósmyndagalleríi blaðsins. Þá er farið í grásleppuróður með Hafsteini Sæmundssyni, 74 ára trillukarli, og Heimi syni hans. Viðtal við Sigurð Þorláksson, stýrimann frá Vík, grein Sveins Torfa Þórólfssonar frá humarróðri um 1960 með Gvendi Karls, greint frá söltunarmeti á síld sem aldrei verður slegið og skoðað inn á bátasíðu Emils Páls ritstjóra epj.is auk fleira efnis en blaðið er 100 síður smekkfullt af frábæru efni.

Á forsíðumyndinni má sjá Val Ólafsson stýrimann á Maron GK takast á við sannkallaðan aulaþorsk á netarúllunni sem dreginn var í Flóanum í apríllok utan við friðunarlínu Hafrannsóknarstofnunar vegna veiðibannsins á hrygningartímanum.

Sjómannadagsblað Grindavíkur kom fyrst út 1989 og í vetur voru öll eldri tölublöð gerð aðgengileg á heimasíðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, svg.is sem gefur blöðin út. Ritstjóri blaðsins er Kristinn Benediktsson en hönnun og prentvinnan var í höndum Stapaprents í Reykjanesbæ.
blaðinu hefur verið dreift hjá pennanum /eymundsson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is