16.06.2010 10:01

Fiskidagurinn mikli 10 ára


           Július Júliusson © mynd þorgeir Baldursson
Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri fiskidagsins mikli segir undirbúning vera í fullum gangi enda sé 10. ára afmæli þessa sívinsæla dags framundan. Júlíus segir að mikið sé um nýjungar í ár í tilefni afmælisins, þá sérstaklega í vikunni fyrir fiskidaginn. Klassísk tónlistarhátíð verði haldins sem og fiskidagskappreiðar, fiskidagsmaraþon, fiskidagsfjallganga að ógleymdir fimm fermetra saltfiskpizzu frá Promens. Prómens mun vera með á svæðinu fimmhundruð þúsundasta kerið sem fyrirtækið framleiðir. Þá er Norðurskel, sem selur Bláskel einnig 10.ára líkt og Fiskidagurinn og verður því bláskel í boði í ár. Þá verður afmælisdagskrá á öðru sviði við höfnina á nýjum stað og til þess að setja punktinn yfir i-ið verður flugeldasýningin í ár sú stærsta hingað til, en tveir brottfluttir Dalvíkingar splæsa í sýninguna. Sá orðrómur hefur gengið að hugsanlega sé þetta síðasta fiskidagshátíðin en Júlíus, segir ekkert slíkt hafa verið rætt og ekki hafi verið um annað rætt en að halda hátíðinni áfram, enda verði hún sífellt betri, hvað varðar allt skipulag, umgjörð, dagskrá og aðsókn.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is